KFC-mótið 2008

3. maí 2008 | 17 myndir

Nokkrir strákar úr hópi væntanlegra Spánarfara gátu unnið sér inn aura á ferðareikninginn sinn á KFC-mótinu 3. maí. Í þetta sinn var mótið á Þróttarvellinum í Laugardal vegna þess að Víkingssvæðið er í uppnámi þar til langþráðri grasvallargerð lýkur. Mótið var Víkingum til sóma og enn frekar KFC, sem stendur svo myndarlega að sínum hlut að til eftirbreytni er. Glæsileg umgjörð, pottþétt skipulag, tímasetningar upp á mínútur frá morgni til kvölds og kjúlli með frönskum í lokin. Ekkert nema sæla. Þetta er einfaldlega flottasta mót sem um getur fyrir fótboltaungviðið og hana nú. Það má vel velta því fyrir sér hvort forysta félagsins okkar geri sér grein fyrir því hve umfangsmikill og mikilvægur stuðningur þessa styrktaraðila er félaginu og ímynd þess. Svona nokkuð er nefnilega langt frá því að vera sjálfsagður hlutur ár eftir ár. Og næsta víst er að það er ekkert KFC-mót án KFC!

IMG 4464
IMG 4463
IMG 4460
IMG 4454
IMG 4453
IMG 4451
IMG 4447
IMG 4444
IMG 4443
IMG 4429
IMG 4426
IMG 4425
IMG 4424
IMG 4422
IMG 4421
IMG 4414
IMG 4411

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband