Færsluflokkur: Íþróttir
16.7.2009 | 00:23
Fylkir malaður í C-dúr: 11-3
Strákarnir í C-liðinu rúlluðu gestum sínum úr Árbæ upp í Víkinni í kvöld. Víkingar sigruðu með ellefu mörkum gegn þremur og léku sum sé við hvurn sinn fingur. Þessi frammistaða hlýtur að hvetja A- og B-liðin til dáða í sínum leikjum Íslandsmótsins við...
14.7.2009 | 12:09
Þriðjudagsæfingin er kl. 19:00
Áríðandi tilkynning frá þjálfara: Æfingin í kvöld er kl. 19:00 en ekki kl. 20:00! Látið það berast um víðan völl þeir sem þetta lesa....
14.7.2009 | 12:05
ÞRJÚ lið á ReyCup
Þrjú Víkingslið úr þriðja flokki taka þátt í ReyCup síðar 22.-26. júlí. Mótshaldararnir, Þróttarar, lögðu blessun sína yfir að þriðja liðinu yrði bætt við og þar með var það ákveðið. Mikilvægt er að foreldraráðið og þjálfarar fái að vita sem allra fyrst...
8.7.2009 | 13:22
Tvö lið á ReyCup
Tvö Víkingslið úr þriðja flokki eru skráð til leiks á ReyCup, alþjóðlegu fótboltamóti á vegum Þróttar, í Laugardal 23.-26. júlí. Skráðir eru 30 leikmenn og fjórir þjálfarar/fararstjórar. Þjálfarar fara yfir málið á fimmtudagsæfingunni og í kjölfarið...
7.7.2009 | 21:48
B-liðið sneri blaðinu við á elleftu stundu
A-lið Víkings og Breiðabliks deildu með sér stigum í viðureign í Víkinni í kvöld, 1-1. Jafntefli var út af fyrir sig sanngjörn niðurstaða í umtalsverðum sviptingum þar sem nokkur gul spjöld fóru á loft. Markalaust var í leikhléi en í síðari hálfleik var...
29.6.2009 | 01:53
Veisla a la Þór á Akureyri
Tvær fótboltamömmur úr þriðja flokki Þórs, Hrafnhildur Óladóttir og Regína Sigvaldadóttir, buðu heimaliðum og Víkingshópnum til óvæntrar en einstaklega ljúfrar veislu að leikslokum á sunnudag. Þær buðu upp á brauð með salati, skúffukökur og ávexti eins...
29.6.2009 | 01:46
Sex stiga Akureyrarferð
Víkingar sóttu sex stig í greipar Þórs á Akureyri í leikjum A- og B-liðanna í gær, sunnudag. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik A-liðanna og fram yfir miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem skildi liðin að kom svo loks á 22. mínútu þegar Aron Elís...
26.6.2009 | 21:21
Norðurferð A- og B-liða í leikina við Þór
Hópurinn sem fer til Akureyrar að morgni sunnudag 28. júní: Kári, Jón Bragi, Aron B, Ólafur Ægir, Leifur, Jón Reyr, Róbert, Patrik, Óli Pétur, Aron Elís, Viktor Jóns yngri, Einar Sig., Agnar Darri, Rögnvaldur, Hörður, Halldór, Eyþór, Hrafnkell, Haukur...
26.6.2009 | 21:02
Jafntefli í C-leik Víkings og Fjölnis
Víikingar og Fjölnismenn deildu stigum í leik C-liðanna í Íslandsmótinu í kvöld, 2-2. Markaskorarar okkar voru Leifur (úr víti) og Sverrir Hjaltested. Fjölnismenn fengu líka dæmda vítaspyrnu og skoruðu úr henni. Þetta var flottur leikur hjá Víkingum og...
24.6.2009 | 21:52
Sætur sigur A, súrt tap B
A-lið Víkings vann Fjölni með stæl í Grafarvogi í kvöld með marki sem kom á elleftu stundu eða nánar til tekið á 83. mínútu. Patrik bjargaði þá heiðri okkar manna og þremur stigum í hús með góðu marki. Víkingar gengu sigurreifir til búningsherbergja en...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar