Leita í fréttum mbl.is

Skin og skúraleiðingar í Garðabæ

lidsaukinn-ur-4.-flokkiVíkingar komu þremur stigum ríkari úr för sinni á Stjörnuvöll í Garðabæí kvöld, A-liðið færði þá björg í búið en B-liðið varð að játa sig sigrað. A-leikurinn endaði 0-3 en B-leikurinn 1-0. Úrslitin voru sanngjörn í báðum tilvikum.


A-liðið hafði yfir í hálfleik 1-0, eftir að Aron Elís hafði leikið á hvern Stjörnumanninn á fætur öðrum, gefið frá sér boltann og Sverrir Hjaltested komið honum (altsvo boltanum) aftur fyrir fætur Arons sem kláraði dæmið.


Eftir hlé var ljóst að Víkingar ætluðu alls ekki að fara tómhentir heim heldur bæta við og það gerðu þeir með bravúr. Viktor Jóns skoraði víðáttuglæsilegt mark af löngu færi og Villi bætti um betur undir leikslok með skoti, líka af löngu færi, þar sem boltinn hátt í boga í átt að Stjörnumarkinu og datt undir slána og inn. Ekkert markanna var ódýrt, þvert á móti. Þau voru öll merkjavara og dýr eftir því.


B-liðið var vængbrotið á Stjörnuvellinum. Í það vantaði stráka sem voru fjarverandi vegna meiðsla eða sumarleyfisferða. Þjálfari vor sat löngum stundum í dag og tók af afboðunum sem að lokum urðu til þess að leita varð til Milosar þjálfara í fjórða flokki til að fá liðsauka og fylla í skörð. Þaðan komu þrír vaskir strákar, Viktor Hugi, Bjarni Páll og Aron Jakobs (þessi röð frá vinstri á meðfylgjandi mynd!) sem spiluðu með liðinu og stóðu sig mjög vel. Milos Milojevic þjálfari mætti meira að segja líka og tók þátt í að stjórna leiknum við þessar sérstæðu aðstæður. Það er ekkert grín að stökkva inn í lið og spila með því án þess að hafa æft svo mikið sem mínútu með því. Þökk sé fjórmenningunum fyrir að við gátum yfirleitt spilað B-leikinn, svo einfalt er það!


Stjarnan var sterkara liðið á vellinum í B-leiknum, engum blöðum um það að fletta, en skoraði samt eitt einasta mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Eftir miðjan síðari hálfleik fóru Garðbæingar að slaka aðeins á en Víkingar að sama skapi að herða sig upp í að sækja og reyna að skora. Þeir voru nálægt því að jafna en tókst ekki. Að tapa 0-1 telst vel sloppið því sóknir Stjörnunnar voru margar og þungar í leiknum og færin eftir því en vörnin hélt og Víkingsmarkvörðurinn var í stuði.


Þrátt fyrir tapið í B-leiknum er niðurstaðan sum sé sú að Víkingur hafi gert það bara býsna gott í Garðabænum! A-liðið er í toppslag í sínum riðli og Víkingar mæta væntanlega sem villidýr á blóðslóð í næsta leik.

Prófið að smella á Slideshow ofarlega til hægri á myndasíðunni og skoða þetta sem skuggamyndasýningu!

Bloggfærslur 2. júlí 2010

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband