18.1.2010 | 18:38
Sigurvegarar dósasöfnunar með 100% mætingu!
3. flokkur Víkings í fótbolta karla kom, sá og sigraði í dósasöfnun félagsins sunnudaginn 10. janúar. Allir iðkendur mættu til leiks og eiga því verðlaun vís fyrir sigur í innbyrðis samkeppni flokka handknattleiks- og knattspyrnudeildar.
Það er einfaldlega ekki hægt að gera betur en skila 100% mætingu og nú hlýtur að mega minna á í leiðinni hverjir mættu best í stóru dósasöfnuninni í janúar 2009. Einmitt, 3. flokkur karla!
Söfnunin heppnaðist annars sérlega vel. Þátttakendur voru alls 336, þar af 216 iðkendur og 110 foreldrar, sem er 10% fjölgun frá í fyrra.
Alls var safnað og selt fyrir 1,1 milljón króna og þegar kostnaður hefur verið dreginn frá standa út af um 700.000 krónur. Knattspyrnudeild fær 560.000 en handknattleiksdeild 140.000 krónur. Þar við bætast tekjur af lakkríssölu, alls um 140.000, og af sölu Víkingsfata og handklæða, 60.000 krónur.
- Krakkarnir söfnuðu yfir 41.000 einingum af dósum og flöskum, tveimur fullum gámum af jólatrjám, einum fullum gám af bylgjupappa og plasti (nýmæli), 340 kg af rafhlöðum (fjórfalt meira en í fyrra), 40 farsímum (nýmæli).
Vert er að halda því til haga að Víkingar söfnuðu fleiri jólatrjám en öll önnur íþróttafélög til samans! Það segir allt sem segja þarf um stemninguna.
Til hamingju með dugnaðinn og áhugann strákar í 3. flokki, þið hafið komið ykkur á spjöld Víkingssögunnar fyrir metþátttöku í dósasöfnun til ágóða fyrir félagið.
Í loftinu liggur að þið uppskerið eitthvað fyrir puðið en hvað það verður veit nú enginn.
Bestu kveðjur til ykkar frá barna- og unglingaráði og öðrum aðstandendum söfnunarinnar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar