Leita í fréttum mbl.is

2. flokkur lagður í æfingarleik

A-lið Víkings gerði sér lítið fyrir og sigraði lið úr 2. flokki Víkings með tveimur mörkum gegn einu í æfingarleik í Víkinni á föstudagskvöldið var, 5. febrúar. Davíð Örn og Rögnvaldur skoruðu mörk okkar manna. Sigurinn var öruggur og verðskuldaður. Þetta var mjög vel spilaður leikur af hálfu strákanna í 3. flokki, einkum fyrri hálfleikurinn. Félagar okkar úr 2. flokki mættu einfaldlega ofjörlum sínum!

A-lið Víkings spilaði annan æfingarleik daginn eftir, þ.e. laugardaginn 6. febrúar, gegn A-liði 4. flokks Víkings. Þar sigruðu 3. flokksstrákarnir örugglega með níu mörkum gegn tveimur. Markahlutfallið segir í raun alla sögu um gang leiksins. Strákarnir í 4. flokki börðust við ofurefli og í lið þeirra vantaði reyndar eina þrjá ,,fastamenn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband