Leita í fréttum mbl.is

Fjölnir lagður í dramatískum leik

B-liðið tók þrjú stig með sér heim af gervigrasinu við Egilshöll í gærkvöld eftir að hafa lagt efsta liðið í sínum riðli í Reykjavíkurmótinu, Fjölni 2, með tveimur mörkum gegn einu. Óhætt er að segja að sigurinn hafi verið harðsóttur, heimamenn sóttu stift stóran hluta leiksins en Víkingar vörðust vel og fengu meira út úr sínum sóknum þegar upp var staðið. Fjölnismenn komust yfir í fyrri hálfleik með marki sem kom kom upp úr hornspyrnu og þvögu í markteig Víkings. Fjölnismenn höfðu undirtökin lengi framan af í fyrri hálfleik en Víkingum tókst samt að jafna fyrir hlé. Þar var að verki Agnar Darri. Markvörður Fjölnis var kominn með boltann í fangið en glutraði honum niður og yfir marklínuna.

Víkingar voru mun hressari framan af seinni hálfleik en duttu síðan dálítið niður á nýjan leik. Það var helst Agnar Darri sem ógnaði með hraða og snerpu sem skilaði loks sigurmarkinu þegar hann komst inn fyrir Fjölnisvörnina, lék á markvörðinn og afgreiddi boltann í autt markið. Agnar bætti reyndar við þriðja markinu en það var (réttilega) dæmt af vegna rangstöðu.

Þá var komið að þætti (heima)dómarans, sem hafði bara skilað sínu verki ágætlega en verið samt  ögn flautuglaður af litlu eða engu tilefni. Sú flautugleði bitnaði jafnt á báðum liðum en eftir að Víkingar komust yfir umpólaðist drengurinn í óðan hana á haug og dæmdi á síðasta korterinu fleiri aukaspyrnur á Víking en hægt var að koma tölu á. Eina þeirra lék hann endurtaka og færði þá boltann nær Víkingsmarkinu, sem nýútskrifaðir liðsmenn Víkings af dómaranámskeiði mótmæltu eðlilega enda brot á leikreglum. Eðlilega kallaði ruglið í manninum á mótmæli inni á velli og á hliðarlínu Víkingsmegin. Þá fóru spjöldin á loft og þeim var veifað ótt og títt góða stund. Óli Æ fauk út af með tvöfalt gult og þjálfari vor fékk sömuleiðis spjald fyrir munnbrúk um dómgæsluna.

Það sauð því hressilega upp úr innan vallar sem utan á lokamínútunum og þar við bættist að Fjölnisstrákarnir sóttu af miklum móð á Víkingsmarkið hvað eftir annað og voru nálægt því að jafna en skutu yfir eða að markvörður og vörn Víkings náði að afstýra hættunni.

Dómarinn bætti hressilega við leiktímann til að hjálpa sínum mönnum en varð svo að játa sig og Fjölni sigraðan með því að blása leikinn af.

Sætur sigur og nú eru B-liðsstrákarnir komnir með 9 stig eftir þrjá leiki en Fjölnir 2 er með 10 stig eftir 5 leiki. Staðan með öðrum orðum vænleg.

A-lið Víkings er sömuleiðis með 9 stig eftir þrjá leiki í Reykjavíkurmótinu og nú eru framundan leikir beggja liða við KR í Frostaskjóli á miðvikudaginn kemur, 14. apríl. A-liðið byrjar að spila kl. 17:00 en B-liðið kl. 19:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband