Leita í fréttum mbl.is

Stig í sarpinn á kostnað Fylkis og Þróttar

 Víkingar bættu stigum í safnið sitt á Reykjavíkurmótinu í Árbæ í gærkvöld þegar A-liðið sigraði Fylki með þremur mörkum gegn engu og B-liðið deildi stigum með Fylki í jafnteflisleik, 2-2.

Víkingar höfðu góð tök á A-leiknum og sigur þeirra hefði allt eins geta orðið stærri. Fylkismenn fengu tæpast færi sem standa undir nafni frá upphafi til enda. Víkingar  áttu hins vegar stangarskot og fleiri álitlegar rispur auk markanna þriggja, sem reyndar komu öll voru skoruð með skalla í föstum leikatriðum. Óli Ægir og Viktor skoruðu stönguðu boltann í netið upp úr aukaspyrnum í fyrri hálfleik og Robbi gekk svo endanlega frá Fylki með skallamarki eftir hornspyrnu í síðari hálfleik.

B-leikurinn var Víkingum mun erfiðari og þeir lentu fljótlega undir eftir að Fylkir skoraði beint út aukaspyrnu. Alexander jafnaði fyrir hlé og Agnar Darri kom Víkingi yfir í seinni hálfleik. Víkingar voru áberandi slakir í fyrri hálfleik en tóku sig á í síðari hálfleik og staðan var vænleg síðasta korterið. Heimamönnum tókst að jafna í blálokin og úrslitin urðu sem sagt jafntefli, sem í sjálfu sér var bara vel sloppið af Víkinga hálfu.

Víkingsliðin fengu Þrótt í heimsókn í Víkina 18. apríl og þar rigndi mörkum í báðum leikjum. A-liðið gjörsigraði með 7 mörkum gegn engu.  Davíð Örn og Röggi skoruðu í tvígang hvor, Ólafur Andri, Viktor og Villi skoruðu eitt mark hver.

B-leiknum lyktaði með 7 mörkum gegn 3 fyrir Víking. Agnar Darri skoraði þrennu og Patrik Snær, Alexander og Magnús Árni skoruðu eitt mark hver. Þróttarar lögðu Víkingum svo til eitt sjálfsmark.

  • Staða beggja Víkingsliðanna í Reykjavíkurmótinu er vænleg og því ástæða til þess að gefa hvergi eftir á lokasprettinum. Það er þéttur pakki núna, stutt á milli leikja.
  • Næstu leikir beggja liða eru á föstudagskvöldið, við Fjölni við Egilshöllina.
  • B-liðið mætir svo Fylki2 í lokaumferðinni í Víkinni á mánudagskvöldið kemur og A-liðið klárar mótið gegn Fram í Víkinni á miðvikudagskvöldið kemur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband