23.4.2010 | 09:34
Úrslit Reykjavíkurmótsins geta ráðist í Fjölnisleikjum kvöldsins!
Víkingsliðin geta í raun bæði gert út um Reykjavíkurmótið í leikjum sínum við Fjölni á gervigrasinu við Egilshöll í kvöld og það í næstsíðustu umferð mótsins.
A-liðið er með fullt hús, 18 stig, eftir 6 leiki og í öðru sæti riðilsins er Fjölnir með 15 stig að loknum 5 leikjum.
B-liðið er með 16 stig að loknum 6 leikjum en Fjölnisliðið er með 10 stig að loknum 5 leikjum.
Fjölnir er með tvö lið í B-riðli og þau eru bæði með 10 stig. Fjölnir2, sem tapaði sællar minningar fyrir Víkingi á dögunum, hefur leikið einum leik fleira en félagar þeirra í Fjölnisliðinu sem mætir Víkingum í kvöld.
- A-liðið mætir kl. 18:00 og byrjar að spila kl. 19:00:
- Hlynur, Vilhjálmur, Hörður, Rögnvaldur, Sverrir, Ólafur Andri, Davíð Örn, Jón Reyr, Róbert, Aron Elís, Viktor, Ólafur Ægir, Patrik, Eyþór, Alexander og Bjarki Þórðar.
- B-liðið mætir kl. 19:30 og byrjar að spila kl. 20:30:
- Halldór, Björn, Þórarinn, Aron Austmann, Óli Þór, Magnús, Gunnar, Emil, Adrian, Daníel, Steinar og Egill Örn.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar