Leita í fréttum mbl.is

Grafarþögn í Grafarvogi

Víkingsliðin fengu bæði afar kuldalegar móttökur hjá Fjölni í Grafavogi í kvöld og sáu aldrei til sólar í leikjum sínum, í orðsins fyllstu merkingu.

A-liðið tapaði 0-3, staðan í leikhléi var 0-2. Fjölnismenn höfðu einfaldlega betri tök á leiknum og sigruðu sanngjarnt.

B-liðið tapaði 1-7, staðan í leikhléi var 0-1. Víkingar spiluðu gegn stífum vindi í fyrri hálfleik og vörðust vel. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur liðsins  og Fjölnismenn gengu miskunnarlaust á lagið. Þetta var leikur sem verðskuldar ekki annað en að falla í gleymsku og dá í Víkingshverfinu en minningin um hann mun örugglega lifa um hríð í Grafarvogi, svo var í það minnsta að heyra á Fjölnisfólki á vellinum í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband