Leita í fréttum mbl.is

Upprisuleikur gegn Fylki í Víkinni

IMG 4743 B-liðið gjörsigraði Fylki2 í lokaleik sínum í Reykjavíkurmótinu í Víkinni í kvöld með fimm mörkum gegn engu. Sá sigur var síst of stór. Víkingar voru óþekkjanlegt lið frá því á gervigrasinu við Egilshöll á föstudagskvöldið, börðust eins og ljón frá upphafi til enda og gáfu aldrei eftir. Árbæingar komust aldrei í almennilegt færi í öllum leiknum, að frátöldu hættulegu langskoti undan roki snemma í leiknum. Það var í eina skiptið sem Halldór þurfti að taka á honum stóra sínum í Víkingsmarkinu.

Víkingar áttu fyrri leikinn skuldlaust og hefðu getað raðað inn mörkum en það var ekki fyrr komið var fram undir leikhlé að Agnar Darri komst inn fyrir og sendi boltann í autt markið, Fylkismarkvörðurinn lá í teignum og gat engum vörnum við komið. Með réttu hefði staðan í hálfleik átt að vera fimm eða sex mörk gegn engu en var í raun 1-0.

Stíflan brast í síðari hálfleik. Alexander skoraði og síðan skaut Agnar Darri gestina á kaf með þremur mörkum í röð! 

Fylkismenn áttu ekkert svar, enda hittu þeir á Víkingana í einum besta leik sínum á Reykjavíkurmótinu. Strákarnir voru baráttuglaðir og ákveðnir í að hrista af sér Grafarvogsdrunga föstudagsins.

  • B-lið Víkings lauk þar með mótinu með 19 stigum og 18 mörkum í plús í efsta sæti riðilsins. Fjölnir á hins vegar eftir tvo leiki í mótinu og getur komist líka í 19 stig með því að sigra KR á miðvikudaginn og Þrótt á sunnudaginn. Gangi það eftir ræðst það af markahlutfallinu hvort liðið hampar Reykjavíkurmeistatitli, Víkingur eða Fjölnir.
  • Fleiri myndir úr leiknum í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband