29.4.2010 | 23:56
Fjölnir með bæði A- og B-titla innan seilningar
Fjölnir er í þægilegri stöðu fyrir lokaleiki sína í Reykjavíkurmótinu í þriðja flokki gegn Þrótti á sunnudaginn kemur, 2. maí.
Í A-riðli eru Víkingar og Fjölnismenn efstir og jafnir með 21 stig en Fjölnir á leik til góða og dugar jafntefli til að hreppa titilinn. Tapi Fjölnir hins vegar fyrir Þrótti sigrar Víkingur á mun betra markahlutfalli. Fjölnir sigraði KR í Vesturbænum í gær, 0-1.
Í B-riðli eru Víkingar efstir sem stendur með 19 stig eftir 8 leiki en Fjölnir kemur næstur með 16 stig eftir 7 leiki. Sigri Fjölnir Þrótt um helgina fer titillinn í Grafarvoginn því markahlutfall Fjölnis er betra en Víkings eftir stórsigur Fjölnismanna á KR í Vesturbænum í gær, 1-11.
Víkingar munu því fylgjast grannt með úrslitum í leikjum Þróttar og Fjölnis....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar