4.5.2010 | 22:50
Sigur í Gróttuleikjum
Víkingsliðin siguðru Gróttumenn verðskuldað í tveimur æfingaleikjum á Seltjarnarnesi í kvöld.
Gróttumenn skoruðu eina mark fyrri hálfleiks A-liðanna en eftir hlé létu Víkingar af hæversku sinni og tóku gang mála í sínar hendar. Aron Elís skoraði í tvígang og Viktor bætti við þriðja Víkingsmarkinu áður en yfir lauk. Lokastaðan því 1-3 fyrir Víking.
B-liðið hafði umtalsvert meira fyrir sínum sigri. Heimamenn skoruðu fyrsta markið en Viktor jafnaði og kom Víkingi síðan yfir. Útlit var þá fyrir að Víkingar hefðu náð undirtökunum en það var hreint ekki svo. Grótta jafnaði, Ólafur Andri skoraði þriðja mark Víkings og aftur jafnaði Grótta. Víkingar sóttu nú án afláts og klukkan tifaði. Hvert færi okkar manna á fætur öðru rann út í sandinn en í blálok leiksins kom loksins þetta líka glæsilega mark frá Steinari, óverjandi negla af löngu færi. Lokastaðan í B-leiknum því 3-4. Markvörðurinn var annars besti maður þeirra bláklæddu og bjargaði Gróttu hvað eftir annað.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar