16.5.2010 | 23:08
Veitingasala í Víkinni
Þriðji flokkur karla annaðist veitingasölu á stóru kvennamóti í Fossvogsdal um helgina. Víkingur og HK stóðu að mótinu og spilað var á gervigrasvöllum beggja félaga á laugardag og sunnudag. Tíu lið stelpna í 3. flokki tóku þátt í mótinu og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Val. Tilboð um annast veitingaþjónustu barst flokksráðinu okkar á elleftu stundu eða á fimmtudagskvöld.
Birna Hugrún setti í fluggírinn og á skammri stundu var ræst bökunarmaskína á mörgum heimila okkar manna og sjálfboðaliðar gáfu sig fram til starfa á vöktum á Víkingsvellinum. Veitingasalan skilaði þokkalegum tekjum. Við gerðum ekki ráð fyrir rífandi sölu, enda ekki búist við fjölmenni áhorfenda á leikjunum. Aðalatriðið var samt það að bjóða veitingaþjónustu í hæsta gæðaflokki og halda háum standard í Víkinni í þeim efnum. Það gerði okkar fólk svo sannarlega um helgina og fékk mörg góð orð í eyra fyrir gæðabakkelsi úr eldhúsum foreldra í 3. flokki.
Framundan er átak í fjáröflun á okkar vegum. Það kynnum við ekki nánar á þessum vettvangi af samkeppnisástæðum heldur í pósti til foreldra. Höldum spennunni!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar