Leita í fréttum mbl.is

Heim frá Keflavík með fullfermi af stigum

Víkingar byrjuðu Íslandsmótið með bravúr í Keflavík í kvöld og hirtu öll stig í báðum leikjum. Glæsilegt start og til lukku með það!

Markalaust var að loknum fyrri hálfleik A-liðanna og allt gat því gerst þrátt fyrir að Víkingar ættu tvímælalaust mun meira í leiknum.

Keflvíkingar eiga eitraða framherja sem ógnuðu Víkingsmarkinu verulega af og til. Í seinni hálfleik áttu þeir tvö skot í stöng í sömu sókninni og þar sluppu okkar menn með skrekkinn.

Það var svo Viktor Jóns sem gerði það sem gestir úr höfuðborginni biðu eftir. Hann skoraði og það var markið sem færði A-liðinu stigin þrjú.

B-leikurinn fór af stað með látum því ekki voru liðnar nema ríflega tvær mínútur þegar boltinn lá í netmöskvum Keflavíkur. Víkingar sóttu skipulega og Egill Örn skoraði.

Öllu meira gerðist ekki í fyrri hálfleik. Víkingar áttu meira í leiknum en það skilaði ekki fleiri mörkum. Markvörður Suðurnesjamanna þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum og sama þurfti Halldór að gera einu sinni í Víkingsmarkinu - í eina verulega góða Keflavíkurfærinu í öllum leiknum.

Sem sagt: 0-1 fyrir Víking í hálfleik og sama þófið hélt áfram fram eftir síðari hálfleiknum þar til Víkingsmaskínan hrökk í gang. Magnús Árni skoraði þá laglega af löngu færi. Markvörður Keflavíkur misreiknaði boltann herfilega, hélt hann færi yfir og hreyfði sig ekki frekar en vaxmynd í safni Madame Tussauds.

Víkingar fengu skömmu síðar dæmda vítaspyrnu sem Óli Ægir skoraði úr. Markverði Keflavíkur  tókst að vísu að kasta sér fyrir boltann en skotið var svo firnafast að hann barst sjálfur inn í markið með boltanum.

Fjórða og síðasta Víkingsmarkið skoraði svo Ólafur Andri , óverjandi með öllu. Þar með voru úrslit ráðin.

Sem sagt: sanngjarn Víkingssigur í báðum leikjum og mörkin okkar hefðu getað verið mun fleiri, ekki síst í B-leiknum. Sigur er hins vegar aðalatriðið og sérlega fínt að halda Víkingsmarkinu hreinu í báðum leikjum.

 

PS. 

Gunnar Örn þjálfari og Jóhanna  fárósir í öll hnappagötin sín fyrir að bjóða strákunum í kvöldmat í gær. Þar var stemningin skrúfuð upp fyrir Íslandsmótið og Keflavíkurleikirnir sýndu að strákarnir fengu bæði andlega og líkamlega næringu í heimsókninni hjá þeim heiðurshjónum.

Vér foreldrar þökkum innilega!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband