Leita í fréttum mbl.is

Víkingssigur og jafntefli í Fylkisleikjum kvöldsins

A-lið Víkings sigraði Fylki með fimm mörkum gegn tveimur og B-lið félaganna skildu jöfn, 2-2, í leikjum Íslandsmótsins í kvöld í Víkinni. Bæði lið sóttu stigin sín með harðfylgni og látum og auðvitað var sigur A-liðsins á þeim appelsínugulu sykursætur og rúmlega það. Víkingar máttu hins vegar þakka fyrir að halda jöfnu og hirða stig í sínum leik, þegar á heildina er litið.

A-leikurinn var rétt rúmlega hafinn þegar Fylki var dæmd vítaspyrna sem gestirnir skoruðu úr. Viktor jafnaði skömmu síðar fyrir Víking en Víkingur jafnaði á ný með fallegu marki Patriks eftir fínan undirbúnings Davíðs Arnar. Fyrir hlé komst Víkingur svo yfir með marki sem Aron Elís skoraði úr vítaspyrnu.

Fljótlega síðari hálfleikk jók Víkingur forskot sinn í 4-2 með  skallamarki Viktors upp úr aukaspyrnu Davíðs Arnar og þá var sem Fylkisblaðran spryngi. Eftir það var bara spurning um hve stór Víkingssigurinn yrði og Viktor svaraði þeirri spurningu með því að skora þriðja markið sitt í leiknum og koma Víkingi í 5-2. Góður sigur og verðskuldaður.

B-lið Víkings var í raun í brekku meirihluta síns leiks og lenti undir strax á upphafsmínútunum. Óli Ægis skallaði svo í netið  og jafnaði  og í hléi var staðan 1-1, sem var vel sloppið fyrir Víking. Í seinni hálfleik áttu okkar menn betri dag en ekki nógu góðan til að hirða öll þrjú stigin. Fylkir komst yfir en Óli Ægir jafnaði á nýjan leik og þar með var niðurstaðan fengin: 2-2.

  • Næstu leikir Víkinga í Íslandsmótinu eru gegn Stjörnunni í Garðabæ á föstudaginn kemur, 4.júní.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband