Leita í fréttum mbl.is

Kleinubandalagið bakar Bestaflokkinn

birna.jpgKleinubandalagið, nýstofnað stjórnmálaafl 3. flokks Víkings, efnir til umfangsmikillar kleinusölu á kjördag í fjáröflunarskyni og heldur sig í námunda við Breiðagerðisskóla, kjörstaðinn í hverfinu okkar.

soffia.jpgValkyrjur úr miðstjórn Kleinubandalagsins fóru að hnoðast í deigfjöllum í kvöld, föstudag, til undirbúnings útrásinni meðal kjósenda strax og kjörstaðir verða opnaðir kl. 9 að morgni laugardags. Birna og Soffía þurfa ekki meiri líkamsrækt næstu vikurnar eftir undirbúningsátökin. Já og ungu Víkingar: Vissuð þið að kleinur eru búnar að miklu leyti til úr súrmjólk? 

Steikningarlið mætir til starfa kl. 7:00 að morgni laugardags til að fletja út, skera, snúa og bródera þannig að úr verði keikar kleinur eftir fornri uppskrift sem Soffía, bakstursritari miðstjórnar Kleinubandalagsins, nam á Hornströndum norður en lagaði að þörfum kjósenda í Smáibúða- og Fossvogshverfum.

Vaktaskrá fyrir iðkendur og foreldra var send út í tölvupósti í dag og vísast til þess erindis, bæði varðandi kleinuframleiðsluna og sölu- og markaðsstarf á vettvangi. 

Mikill hugur er í Kleinubandalaginu  og víst er að liðsmenn þess munu léttilega baka alla flokka, bæði stóra á smáa, á sínu sérsviði.

Kleinubandalagið verður þannig einn núlifandi flokka á Íslandi sem bakar Bestaflokkinn og fer létt með það á kjördag.

Lifi Kleinubandalagið um ár og síð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband