Leita í fréttum mbl.is

Davíð Örn með fernu gegn Hafnfirðingum

img_6086.jpg

Víkingar rúlluðu yfir FH í A-leik Íslandsmótsins í 3. flokki  í Víkinni í kvöld með sex mörkum gegn einu en töpuðu hins vegar fyrir gestum sínum úr Hafnarfirði í B-leiknum, 0-3.

Sanngjörn úrslit í báðum tilvikum og meira að segja hefðu úrslitin 9-0 í A-leiknum verið meira í samræmi við gang hans en 6-1, svo miklir voru yfirburðir  okkar manna.


Davíð Örn skoraði fjögur mörk í A-leiknum, tvö í hvorum hálfleik. Ferna í leik í Íslandsmóti er að sjálfsögðu stórt og mikið blóm í hnappasgatið!  Aron Elís skoraði eitt mark í síðari hálfleik og Ólafur Andri annað. Aron Elís kom líka við sögu í aðdraganda nokkurra af mörkum kvöldsins með óeigingjörnum leik og fínum sendingum á samherja sem skiluðu mörkum.

Víkingar spiluðu annars mjög vel sem lið og uppskáru í samræmi við það.  Hafnfirðingar áttu enga möguleika og þetta eina mark sem þeir skoruðu var í stöðunni 5-0 og Víkingar voru þá  komnir í ótímabæra slökun og innhverfa íhugun. 


FH-ingar unnu hins vegar verðskuldað í B-leiknum en það munaði ekki miklu að Víkingar kæmu einu marki á gestina, kannski tveimur. B-lið FH var reyndar að mörgu leyti skemmtilegra á velli en A-lið FH og sterkir leikmenn voru þar innan um, ekki síst framherjinn sem skoraði í tvígang og hafði mikið nef fyrir því hvar bolta væri að vænta í markteig Víkings.

Engar afsakanir af hálfu Víkings en það verður að segjast að við finnum fyrir því að nokkrir öflugir strákar eru frá spilamennsku vegna meiðsla eða veikinda!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband