18.6.2010 | 22:20
Davíð Örn með fernu gegn Hafnfirðingum

Víkingar rúlluðu yfir FH í A-leik Íslandsmótsins í 3. flokki í Víkinni í kvöld með sex mörkum gegn einu en töpuðu hins vegar fyrir gestum sínum úr Hafnarfirði í B-leiknum, 0-3.
Sanngjörn úrslit í báðum tilvikum og meira að segja hefðu úrslitin 9-0 í A-leiknum verið meira í samræmi við gang hans en 6-1, svo miklir voru yfirburðir okkar manna.
Davíð Örn skoraði fjögur mörk í A-leiknum, tvö í hvorum hálfleik. Ferna í leik í Íslandsmóti er að sjálfsögðu stórt og mikið blóm í hnappasgatið! Aron Elís skoraði eitt mark í síðari hálfleik og Ólafur Andri annað. Aron Elís kom líka við sögu í aðdraganda nokkurra af mörkum kvöldsins með óeigingjörnum leik og fínum sendingum á samherja sem skiluðu mörkum.
Víkingar spiluðu annars mjög vel sem lið og uppskáru í samræmi við það. Hafnfirðingar áttu enga möguleika og þetta eina mark sem þeir skoruðu var í stöðunni 5-0 og Víkingar voru þá komnir í ótímabæra slökun og innhverfa íhugun.
FH-ingar unnu hins vegar verðskuldað í B-leiknum en það munaði ekki miklu að Víkingar kæmu einu marki á gestina, kannski tveimur. B-lið FH var reyndar að mörgu leyti skemmtilegra á velli en A-lið FH og sterkir leikmenn voru þar innan um, ekki síst framherjinn sem skoraði í tvígang og hafði mikið nef fyrir því hvar bolta væri að vænta í markteig Víkings.
Engar afsakanir af hálfu Víkings en það verður að segjast að við finnum fyrir því að nokkrir öflugir strákar eru frá spilamennsku vegna meiðsla eða veikinda!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar