3.7.2010 | 03:16
Víkingar á heimasíðu Norway Cup
Víkingar í 3. flokki Víkings senda tvö lið á Norway Cup-mótið í Osló í byrjun ágúst, fyrsta og stærsta fótboltamót sinnar tegundar í veröldinni. Víkingur hefur ekki áður tekið þátt í mótinu, eins og kemur fram í frétt á heimasíðu þess. Sindri á Hornafirði er reyndar það félag á Íslandi sem mesta reynslu hefur af Norway Cup og tekur þátt í mótinu í ár. Sömuleiðis senda Grótta og Afturelding lið til Oslóar í ár.
Sjá frétt um þátttöku Víkings á heimasíðu Norway Cup og nú geta Oslóarfarar byrjað á að spreyta sig á norskunni....
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar