12.7.2010 | 10:16
Keflavíkurleikir dagsins
Víkingar taka á móti Keflvíkingum í heimaleikjum Íslandsmótsins í dag. Það fer reyndar að flokkast undir daglegt líf eða vanahegðun að spila við Suðurnesjastrákana því á föstudaginn var mættust A-lið Keflavíkur og Víkings í bikarleik í Keflavík og úrslitin voru þess eðlis að Víkingar hafa harma að hefna í dag.
Okkar menn mættu seint í leikinn í huganum og fengu á sig tvö mörk á fyrstu átta mínútunum. Staðan í hálfleik var 2-0 en í seinni hálfleik segir þjálfari vor að hafi verið allt annar bragur á Víkingum. Þeir voru miklu betra liðið og jöfnuðu. Leikurinn var því framlengdur og Víkingar voru mun líklegri til að gera út um leikinn. Samt höfðu heimamenn gæfuna með sér og potuðu boltanum í netið upp úr hornspyrnu alveg í blálokin. Svo fór nú það en tækifæri gefst strax í dag til að þakka Keflvíkingum fyrir síðast.
- A-leikurinn hefst kl. 18:00 í Víkinni, mæting kl. 16:45.
- Hlynur, Villi, Rögnvaldur, Hörður, Sverrir, Patrik, Jón Reyr, Róbert, Davíð, Aron Elís, Viktor, Agnar, Magnús, Ólafur Ægir, Eyþór og Ólafur Andri.
- B-leikurinn hefst kl. 19:45 í Víkinni, mæting kl. 18:45.
- Halldór, Bjössi, Óli Þór, Fjölnir, Bjarki, Jóhann, Gunnar, Emil, Adrian og Steinar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar