Leita í fréttum mbl.is

Víkingar hefndu ófaranna í bikarleiknum

Víkingar þökkuðu Keflvíkingum kærlega fyrir síðast í Víkinni í kvöld, ekki einu sinni heldur tvisvar. Á föstudagskvöldið stálu Suðurnesjamenn sigri í bikarleik við A-lið Víkings á lokaandartökum framlengingar. Þegar sömu lið mættust í Íslandsmótinu í kvöld var ljóst frá fyrstu mínútu að Víkingar buðu ekki upp á endurtekið efni frá Keflavíkurvelli. Eftir einungis þriggja mínútna leik A-liðanna skoraði Róbert og ekki leið á löngu þar til Keflvíkingar þurftu að hirða boltann aftur úr netinu. Patrík komst þá í gegn, lék laglega á  markvörðinn og læddi svo tuðrunni í mannlaust markið. sindri-gladbeitti

Staðan 2-0 í hálfleik og í síðari hálfleik bættu Víkingar þriðja og síðasta marki sínu við þegar Viktor vippaði yfir markvörð Suðurnesjamanna. Úrslitin voru þar með ráðin, 3-0, fyllilega sanngjörn.

Keflvíkingar kunnu mótlætinu illa og létu ágæta dómgæslu fara óskaplega í pirrurnar á sér. Nokkrir leikmenn þeirra fengu gul spjöld og þjálfarinn líka. Þegar leið á leikinn hljóp okkar mönnum líka nokkurt kapp í kinn og einn leikmaður og þjálfarinn fengu að að líta gult. Aðstoðarþjálfari Vikings hélt hins vegar ró sinni og tileinkaði sér kynþokkafulla andlitsdrætti á bekknum, sbr. meðfylgjandi mynd.

Leikur B-liðanna var rétt rúmlega hafinn þegar dæmt var víti á Keflvíkinga og Óli Ægir skoraði. Vikingar fengu því óskabyrjun og Agnar Darri styrkti stöðu heimamanna með öðru marki í fyrri hálfleik.  Í síðari hálfleik hertu Víkingar skrúfurnar. Þórarinn skallaði yfir markvörð Keflvíkinga og fjórða Víkingsmarkið lagði Agnar Darri upp en Óli Þór kláraði. Þá var staðan orðin 4-0 og skammt til leiksloka. Það fór samt svo að gestirnir komust á blað á elleftu stundu og skoruðu mark sem rangstöðuóþef lagði af en látum þá eiga það í nafni gestrisninnar. 

Samanlagt unnu Víkingar því með sjö mörkum gegn einu í þessari umferð Íslandsmótsins og sá munur var síst of mikill. Víkingar hafa oft átt í basli með Keflvíkinga en í þetta sinn mættu bæði Víkingsliðin til leiks í bardagaskapi með blóðugar vígtennur og afgreiddu gestina af Suðurnesjum á fyrstu mínútum beggja leikja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband