20.7.2010 | 20:13
Aron Elís með unglingalandsliðinu til Finnlands
Aron Elís var í dag valinn í unglingalandsliðið U17, sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti í Finnlandi í fyrstu viku ágústmánaðar. Liðið heldur utan 1. ágúst og kemur heim 9. ágúst. Það er í riðli með Dönum, Finnum og Englendingum (hinir síðastnefndu keppa sem gestir á mótinu). Íslendingarnir spila við Dani 3. ágúst, Finna 4. ágúst og Englendinga 6. ágúst. Úrslitaleikir mótsins verða sunnudaginn 8. ágúst.
Hægt er að sjá hér hvaða átján strákar fengu farseðla frá KSÍ. Þar vekur ýmislegt athygli, svo sem reyndar það að aðeins einn Víkingur hljóti náð fyrir augum þeirra sem velja hópinn, svona miðað við getu og frammistöðu margra okkar manna í ár og áður. Haukar í Hafnarfirði eiga á sama tíma fjóra fulltrúa af átján (!), Skagamenn tvo, KR engan osfrv.
Aroni Elís og félögum fylgja baráttukveðjur til þúsundvatnalandsins. Á sama tíma og hann ólmast á völlum þar verða félagar hans í þriðja flokki á Norway Cup í Osló.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar