Leita í fréttum mbl.is

Tvöfalt Stjörnuhrap í Fossvogsdal

Víkingar sýndu Garðabæingum litla gestrisni í Víkinni og sigruðu þá sannfærandi í báðum leikjum kvöldsins. A-leikurinn endaði 5-2 og B-leikurinn 4-1. Strákarnir unnu vel fyrir stigunum sínum og yfirspiluðu gesti sína á köflum bæði í A- og B-leiknum.

Aron Elís, Röggi og Davíð Örn skoruðu fyrir Víking í fyrri hluta A-leiksins og Viktor bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik. Þá tók við kafli þar sem Stjörnumenn komust ögn inn í leikinn og skoruðu í tvígang en Agnar Darri slökkti vonir þeirra um að ná lengra með því að skora fimmta og síðasta markið.

Agnar Darri kom Víkingum yfir fljótlega yfir í B-leiknum og Ólafur Andri bætti öðru við eftir góðan undirbúning Emils Sölva, sem var nýkominn inn á. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik tókst Stjörnumönnum að minnka muninn með fínu marki en lengra komust þeir ekki. Ólafur Ægir skallaði í netið upp úr hornspyrnu og Steinar Ísaks kláraði dæmið með glæsilegu marki, þrumuskoti langt utan af velli sem Stjörnumarkvörðurinn átti ekki möguleika að verja. 

Vel gert og ekkert nema hamingja. A-liðið áfram í toppbaráttu, með jafnmörg stig og Breiðablik en óhagstæðara markahlutfall. Blikar rúlluðu yfir Keflvíkinga, 5-0, á sama tíma og Víkingar spiluðu við Stjörnuna.  B-liðið styrkti stöðu sína og vert er að gefa því auga að liðið sem það lagði nú, Stjarnan er í efsta sæti í B-riðli. Það segir sitt. Og síðast en ekki síst: Viktor Jóns gefur ekkert eftir í baráttunni um markakóngstitilinn. Hallelúja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband