Leita í fréttum mbl.is

Landsliðsþjálfarinn pískaði strákana áfram á lokaæfingu fyrir Norway Cup

Landsliðsþjálfari í boltaregniÓlafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, stjórnaði í dag lokaæfingu strákanna í 3. flokki fyrir Oslóarferðinaá Norway Cup. Í tilefni dagsins var æfingin á aðalvellilnum í Víkinni en þar fás strákarnir annars ekki einu sinni að spila, hvað þá æfa, svona hvunndags.

Hugmyndin að æfilngunni  kviknaði í samtali Óla Jóh. og Gunnars Arnar, þjálfara 3. flokks,  á þjálfaranámskeiði í vor en það var ekki fyrr en nú að landsliðsþjálfarinn kom því við að mæta. Tímasetningin var reyndar mjög fín, rétt fyrir mótið í Osló og lokauppgjörið á Íslandsmótinu.

Landsliðsþjálfarinn messaði yfir hópnum góða stund í upphafi æfingar og lagði strákunum góðar lífreglur um ástundun, stundvísi, áhuga, mataræði, svefn og hvíld, þrautseigju, vímuefni og fleira. Síðan  tóku við æfingar með bolta og lokum var hópnum skipt í fjögur lið sem spiluðu hraðan bolta á mörk á stuttum velli. Þar var mottóið að snerta einu sinni eða tvisvar, hugsa hratt og búmm.

Óli sagði að æfingin í heild væri sýnishorn af því sem hann hefði látið liðin sín gera á æfingum dag eftir dag á þjálfaraferlinum. Og þá vita Víkingsstrákarnir það.

Góð heimsókn og krydd í tilveruna fyrir Víkinga + fínt veganesti til Noregs. Þjálfurunum Óla og Gunnari Erni sé þökk fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband