2.8.2010 | 07:43
Tvöfaldur Víkingssigur að morgni dags!
Víkingar vöknuðu fyrir allar aldir, mættu hressir til leiks og rúlluðu upp andstæðingum sínum í morgun.
A-liðið sigraði norskt lið frá Ål í Buskerud með fimm mörkum gegn einu, þar af átti Viktor þrennu, Röggi og Davíð skoruðu eitt mark hvor.
B-liðið sigraði Stadsbygd/Vanvik frá Suður-Þrændalögum í Noregi með fjórum mörkum gegn einu. Agnar Darri skoraði fyrstu tvö mörkin, Fjölnir það þriðja og Lárus bætti við fjórða markinu með innanfótarbombu af 25 metra færi.
Glæsileg byrjun á fallegum degi hjá strákunum og nú liggur fyrir að A-liðið fer í A-úrslitakeppnina á miðvikudag. Örlög B-liðsins ráðast hins vegar ekki fyrr en eftir leiki morgundagsins og þar koma bæði við sögu úrslit í leik okkar manna og í öðrum leikjum riðilsins. Það eru í það minnsta góðar líkur á að liðið komist áfram í B-úrslit en markið er sett á að ná inn í A-úrslitakeppnina. Það þarf talsvert til en allt er mögulegt, sérstaklega ef menn verða áfram í stuði!
Leikir morgundagsins verða síðdegis. Það þýðir slökun í dag og bæjarferð +pizzaveislu í hádeginu í boði flokkssjóðsins. Ætla má að diskóið heilli einhverja í kvöld og í fyrramálið geta drengirnir sofið fram eftir morgni. Það er sum sé glatt á hjalla í Bekkelaget skole og nú er sólin farin að skína, hitamælirinn fitlar við tuttugu gráðurnar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar