Leita í fréttum mbl.is

Slakað á með dýfingum af 10 metra palli

Slökun og rólegheit einkenndu daginn hjá strákunum, enda meiningin að leyfa þeim að njóta sigra morgunsins og búa sig undir leiki morgundagsins. Við ætlum að sjálfsögðu með bæði lið áfram og ætla má að leikur eða leikir bikarkeppninnar, sem hefst á miðvikudag, reyni verulega á. Meira um það þegar fyrir liggur hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Víkingur 1 á leik kl. 14:30 og Víkingur 2 kl. 17:30 (staðartími).

Vert er reyndar að geta þess, sem rann eiginlega ekki upp fyrir okkur sjálfum fyrr en hér á mótinu sjálfu, að bæði Víkingsliðin eru í sömu keppninni. Þau eru með öðrum orðum ekki að leika í A- og B-riðlum heldur dragast andstæðingar beggja liða úr sama pottinum í riðlakeppninni.


Við fórum fyrir hádegið í í Frognerbadet, helstu útisundlaug Oslóarbúa. Þar eru líka dýfingarpallar, sá hæsti er 10 metrar. Auðvitað þurftu nokkrir úr okkar hópi að prófa dýfingar og byrjuðu að sjálfsögðu á efsta þrepi. Það sýnist ekki mikið mál af jörðu niðri en er víst öllu svakalegra þegar upp er komið. Nokkrar hetjur létu sig samt vaða niður og tókst með naumindum að festa fáeina á filmu, slíkur var hraðinn að nýmóðins myndavélar eiga erfitt með að kyrrsetja slíkar flaugar í falli.

Hádegismaturinn var pizzaveisla í boði flokkssjóðs og síðan röltum við niður aðalgötuna, Karl Jóhann, og enduðum á marmaraklæddu þaki nýja óperuhússins.
Góður dagur að kveldi kominn en ný átök bíða handan horns ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband