Leita í fréttum mbl.is

Víkingur 1 upp úr riðlinum með fullt hús stiga

Víkingur 1 sigraði Hesseng frá Finnmörku í Noregi í lokaleik síns riðlils með þremur mörkum gegn engu og fer í úrslitakeppnina með fullt hús stiga, eftir þrjá sigra af þremur mögulegum. Víkingar gátu leyft sér að fara rólega í leikinn og spara frekar kraftana til morgundagsins. Hesseng hafði samt ekkert í okkar menn að gera, Norðmenn pökkuðu liðinu í vörn mestallan tímann, komust aldrei í færi og skutu aldrei á mark Víkings. Víkingar réðu því sem þeir vildu og gerðu það sem þurfti.

Patrik kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik og svo var aðeins spurning um hvenær markvörður Hesseng þyrfti að sækja boltann í netið, ekki hvort. Villi skoraði mark númer tvö, sérlega flott afgreiðsla hjá stráknum eftir sókn sem hefði sómt sér vel á kennslumyndbandi. Áhorfendur á hliðarlínunni tóku andköf og þótti mikið til koma að sjá tilþrifin. Tvö-núll var staðan í hálfleik og í seinni hálfleik brunaði Patrik upp í hægra hornið og þrumaði í fjærhornið, markvörðurinn gat engum vörnum við komið.

Víkingur 1 fer í fyrsta (og vonandi ekki þann síðasta!) úrslitaleikinn í fyrramálið. Hann fer fram í öðrum bæjarhluta og því þarf að ræsa strákana fyrir allar aldir. Líkur benda svo til þess að Víkingur 2 fari í úrslitaleik á sama tíma í enn öðrum bæjarhluta og enn lengra í burtu! Yfirgnæfandi líkur eru á að  liðið fari áfram en úrslit lokaleikja í riðlinum ráða örlögum þess að öðru leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband