Leita í fréttum mbl.is

Reikningsskekkja á kontór Norway Cup - Víkingur 2 fer í B-úrslit!

Mikið bull var í gangi fram eftir öllu kvöldi varðandi örlög Víkings 2 í útslitakeppninni á Norway Cup. Sjálfir stóðum við í þeirri meiningu að liðið hefði hafnað í 3. sæti riðils síns og færi þar með í B-úrslitakeppni en mótstjórn lét þau boð út ganga um tíuleytið að norskum tíma að Víkingarnir væru komnir í 2. sæti í riðlinum og þar með í A-úrslit. Þetta var tilkynnt á heimasíðu mótsins og tilgreindur leikur Víkings 2 kl. 8 í fyrramálið. Með þau tíðindi gengu Víkingar til hvílu, bæði liðsmenn og þjálfari.

Fyrir hreina tilviljun komumst fararstjórar síðan að því að búið var að breyta þessu öllu saman á heimasíðunni og nú var Víkingur kominn í 3. sæti riðils með leik kl. 11 á morgun, miðvikudag. Við athugun kom í ljós að mótsstjórn hafði skráð ranglega úrslit í einum leik í riðlinum í dag en lét Víkinga hins vegar ekki vita um afleiðingar þess að skrá úrslitin rétt.

Við hefðum því að óbreyttu rifið liðið upp eldsnemma í fyrramálið og ætt í annan borgarhluta til þess eins að fara heim aftur! Nú eru úrslit vonandi rétt skráð, enda klukkan að halla í miðnætti í Oslóarborg.

Þar með fer fyrri hluti miðvikudagsins eftirfarandi í skauti sínu:

  • Víkingur 1 spilar á velli 3 í Furuset við norska liðið Lura kl. 8:00 að morgni miðvikudags í A-úrslitakeppni.
  • Víkingur 2 spilar á velli 15 á aðalsvæðinu Ekeberg við Oslóarliðið Rustad kl. 11:00 á miðvikudag í B-úrslitakeppni.

isl-faniVíkingur 2 tapaði fyrir Sunndal 2-4 í lokaleik í riðlakeppninni og hafnaði sem sagt í þriðja sæti í sínum riðli. Þetta var hörkuleikur. Sunndal komst yfir og Víkingur jafnaði með góðu skoti Steinars Ísaks. Sunndal komst yfir á nýjan leik og Víkingar jöfnuðu með vítaspyrnu sem Agnar Darri fiskaði og skoraði úr. Við hefðum alveg þegið jafnteflið en Norðmenn deildu ekki þeim áhuga og skoruðu tvö mörk í viðbót á lokamínútunum. Það kom fyrir lítið hafa íslenska fánann við hún nokkra metra frá íslenska markinu í seinni hálfleik!

Sunndal var langbesta liðið af þeim sex liðum sem Víkingsliðin hafa spilað við í riðlakeppninni. Í gær sigruðu Sunndælingar til dæmis Oslóarliðið Höybraaten Stovner 5-0, liðið sem Víkingur tapaði fyrir með einu marki gegn engu í fyrsta leik riðilsins á sunnudaginn. Þrátt fyrir að andstæðingurinn væri sterkur og vel spilandi var í raun súrt að klóra ekki stig úr leiknum við Sunndælinga í dag. Víkingar börðust eins og ljón og hefðu uppskorið meira í fyrsta leiknum á sunnudaginn ef þeir hefðu sýnt þá það sem í þeim bjó í dag.

Aðalatriðið er samt það að bæði Víkingsliðin eru komin í úrslitakeppnina, A- og B-hluta. Þetta er í raun nýtt mót með útsláttarfyrirkomulagi og annað hvort að duga eða drepast! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband