Leita í fréttum mbl.is

Víkingur 1 áfram á Norway Cup en morgunsigurinn var dýrkeyptur

Víkingur 1 sigraði örugglega í fyrstu úrslitarimmunni á Norway Cup kl. 8:00 í morgun og fer í þá næstu strax kl. 13:15 í dag. Víkingar skoruðu þrjú mörk og héldu hreinu í leiknum við Lura frá Stavanger. Sigurinn var síst of stór því að minnsta kosti eitt dauðafæri fór forgörðum en Norðmennirnir komu sér aldrei í umtalsvert færi allan leiktímann. Víkingssigurinn var dýrkeyptur því Patrik fékk á sig tvö gul spjöld, í bæði skiptin eftir árekstur við markvörð Norðmanna, og var því vísað af velli. Hann verður í banni í leiknum núna kl. 13:15, sem er að sjálfsögðu blóðtaka fyrir Víkinga, enda átti drengur góðan leik í morgun og skoraði flott mark, hið fyrsta í leiknum.

Staðan var 0-1 fyrir Víking að fyrri hálfleik loknum en í þeim síðari skoraði Davíð Örn beint úr aukapyrnu og Röggi setti svo þriðja markið örugglega úr vítaspyrnu. Norskur leikmaður var orðinn afar pirraður á að ráða ekkert við Jón Rey og keyrði Víkinginn að lokum niður í völlinn í vítateignum. Við fengum víti og Norðmaðurinn rautt spjald, sem var verðskuldað. Hins vegar var Patrik ranglega dæmdur brotlegur og átti rautt spjald hvergi skilið.

Víkingur 2 er þessa stundina að spila fyrsta leikinn sinn í úrslitum og Víkingur 1 býst til ferðar á völlinn í leik nr. 2 í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband