Leita í fréttum mbl.is

FH-ingar sendir stigalausir í háttinn

Víkingar gerðu það gott í Kaplakrika í kvöld og sneru heim með 2 x 3 = 6 stig eftir sigur í báðum leikjum. B-leikurinn jafnaðist á við besta þriller í bíósal og rúmlega það.

Markalaust var í hálfleik A-liðanna og raunar máttu Víkingar þakka fyrir þá stöðu. Í síðari hálfleik fóru Víkingar að bíta meira frá sér og Aron Elís skoraði í tvígang, í fyrra skiptið úr þvögu framan við FH-markið en í síðara skiptið beint úr aukaspyrnu sem dæmd var vegna brots á Patriki. Flott skot í markmannshornið.

B-lið Víkings var ágætlega inni í fyrri hálfleiknum en fór illa með færin sín. FH-ingar nýttu hins vegar færi sem þeir fengu og skoruðu í tvígang, fyrra markið var sérlega glæsilegt, sláin inn. Staðan í hléi var 2-0 og gengi okkar manna fram eftir hálfleiknum benti ekki endilega annars en þess að FH-ingar sigldu á topp riðilisins með sigri á Víkingum.

Svo fóru hlutirnir að gerast og það með látum. Agnar Darri komst einn inn fyrir og skaut beint á markvörð FH úr dauðans dauðafæri. Hann bætti fyrir ólán sitt andartaki síðar með því að klára færið á sinn hátt og skoraði aftur skömmu síðar af löngu færi, glæsilegt mark.

Allt í einu var staðan orðin 2-2 og FH-ingar tóku við sér. Þeir áttu sóknir og dauðafæri en Halldór varði og varði. Inn fór boltinn ekki en hins vegar náðu Víkingar sókn undir lokin og Ólafur Andri skoraði sigurmarkið. Strákarnir stigu stríðsdans, enda sætasti sigur B-liðsins í sumar í höfn. 

Dómari B-leiksins var góður og dæmdi vel. Þetta skipti Víkinga miklu máli því FH-ingarnir í hlutverki aðstoðardómara voru skandall. Þeir höfðu aftur og aftur bein áhrif á gang leiksins með rangstöðuflöggunum sem höfðu þann tilgang einan að bægja hættu frá FH-markinu. Annar snillingurinn reyndi svo, þegar allt annað þraut í síðari hálfleik, að fá dæma vítaspyrnu á Víking en dómarinn vatt réttilega ofan af vitleysunni. Það á nú að vera alveg nóg í leik á Íslandsmóti að mæta ellefu manna liði á knattspyrnuvelli þó ekki bætist við tveir línuverðir líka.

Á-liðið er eftir leiki kvöldsins í efsta sæti riðilsins. Það náði góðu forskoti á Breiðablik því þau tíðindi bárust af Versalavelli í kvöld að Stjarnan hefði skellt Blikum þar 0-2! Víkingar eru komnir með 31 stig eftir 12 leiki en Blikar eru með 25 stig eftir 11 leiki. Blikar eiga eftir báða leikina við FH og svo leikinn við Víkinga í Víkinga í næstu viku. Víkingar eiga eftir útileik við Fram og svo Blikaleikinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband