27.8.2010 | 10:16
Liðið gegn Fram
Lokaleikur A-liðsins okkar á Íslandsmótinu verður gegn Fram verður í Sogamýri kl. 17:00 í dag. Þjálfari vor kveður fleiri til leiks en komast á leikskýrslu. Ástæðan er sú að meiðsl hrjá menn í hópnum og því verður ekki unnt að stilla upp liði fyrr en á síðustu stundu.
Eftirtaldir mæti á Framvöllinn kl. 16:00:
- Hlynur, Villi, Röggi, Daníel, Ólafur Ægir, Patrik, Jón Reyr, Bjarki, Davíð, Aron Elís, Agnar, Ólafur Andri, Fjölnir, Steinar, Róbert, Bjössi og Magnús.
Víkingar hafa tryggt sér toppsætið í A-riðli. Þeir eru jafnir Blikum að stigum en með betra markahlutfall. Ætlunin er að sjálfsögðu að sigra Fram og vera með afgerandi forystu í riðlinum. Fram er í botnsæti riðlisins með aðeins eitt stig. Liður hefur með öðrum orðum landað einu jafntefli í sumar en tapað í öllum öðrum leikjum og getur ekki búist við því að Víkingar gefi þeim eftir viðbótarstig í dag.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar