4.5.2008 | 18:47
La Manga handan við hornið
Innan við mánuður er eftir þar til lagt verður í'ann til La Manga á Spáni til æfinga í 10 daga. Spenna fer vaxandi í samræmi við það, bæði í hópi iðkenda og samfylgdarmanna. Skipuleggjendur úr foreldrahópi hafa í mörg horn að líta við undirbúning og strákarnir eru margir hverjir komnir vel á veg með að safna fyrir ferðakostnaðinum með fjáröflunarstarfsemi af ýmsu tagi. Nokkrir eru reyndar þegar búnir að landa farseðlinum en aðrir hafa næstu vikur til að herða róður í tekjuöfluninni. Það hlýtur enn að auka á stemninguna á Spáni að Evrópumeistarakeppnin í knattspyrnu hefst 7. júní, daginn eftir að við komum þangað, og fjöldi leikja verður á dagskrá þar á völlum í Austurríki og Sviss á meðan á dvölin varir. Eðli máls samkvæmt hljótum vér að horfa sérstaklega til D-riðils þar sem gestgjafar vorir, Spánverjar, spila. Í D-riðli er líka að finna Grikki, sem urðu Evrópumeistarar 2004 og hafa því titil að verja. Enn má nefna úr þessum sama riðli Svíana, einu norrænu þjóðina á EM. Og svo mætti lengi telja. La Manga verður mikil fótboltaveisla, hvernig sem á málið er litið.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar