4.5.2008 | 18:47
Okkar menn í Reykjavíkurúrvalinu
Aron Elís, Ólafur Ægir og Óli Pétur eru fulltrúar Víkings í úrvalsliði stráka úr 1994-árgangnum í Reykjavíkurfélögunum sem fer á norrænt höfuðborgarmót í Kaupmannahöfn undir lok maímánaðar í boði Reykjavíkurborgar. Höfuðborgir Norðurlanda standa árlega að knattspyrnumóti úrvalsliða 14 ára stráka og halda það til skiptis í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Helsinki og Reykjavík. Í ár er vettvangurinn sum sé Köben og keppt verður í síðustu viku maímánaðar. Danmerkurförin hefur áhrif á upphaf Íslandsmótsins í 4. flokki og því er öruggt að leikirnir við Þrótt 26. maí og við Blika 29. maí verða færðir til. Við óskum okkar mönnum að sjálfsögðu til hamingju með sætin í borgarliðinu og segjum: Áfram Reykjavík!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar