4.5.2008 | 21:36
Sigur á Fram, jafnt gegn Fjölni2
A-liðið okkar sigraði Fram léttilega 11-2 í Egilshöll í dag og hefur sett sér það markmið að hirða öll stigin í báðum leikjunum sem eftir eru í Reykjavíkurmótinu, fyrst gegn Þrótti á þriðjudaginn kemur og svo gegn Fylki í lokaumferðinni, sunnudaginn 18. maí. Það er líka eina færa leiðin fyrir strákana til að landa Reykjavíkurtitlinum! Víkingar höfðu reyndar enn meiri yfirburði á vellinum en markatalan bendir til. Okkar menn gengu nefnilega hvað eftir annað í rangstöðugildrur og uppskáru því ekki sem skyldi úr mörgum sóknum sem lofuðu góðu. C-liðið mætti svo Fjölni2 í Egilshöll í dag og varð að láta sér jafntefli lynda, 6-6. Grafarholtsmenn jöfnuðu með marki sem ekki hefði átt að standa vegna augljósrar, bullandi rangstöðu. B-liðið sat hjá í þessari umferð mótsins af því Fjölnir dró annað lið sitt í riðlinum úr keppni. B- og C-liðin eiga eftir að spila við Þrótt og Fylki, líkt og A-liðið. Ákveðið er að Þróttarleikirnir verði næstkomandi þriðjudag, 6. maí, á gerfigrasinu í Laugardal. A-leikurinn hefst kl. 16:00 og B-leikurinn strax að honum loknum. Þessi lið bæði hafa örlög sín í eigin höndum og þurfa á öllu að halda til að ná toppnum! Hugsanlegt er að C-leikurinn verði líka á þriðjudaginn en það hefur ekki verið ákveðið þegar þetta er skrifað.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar