Leita í fréttum mbl.is

Viktor með samanlagða þrennu í Þróttarleikjum dagsins

A-liðið lagði Þrótt í dag með fjórum mörkum gegn engu í næstsíðasta leik Reykjavíkurmótsins og verður nú að treysta á eigin gæfu og gjörvileika gegn Fylki í lokaumferðinni. Fylki dugar jafntefli á heimavelli sínum en Víkingar ætla sér hins vegar að sækja öll stigin í Árbæinn og verja í leiðinni heiður sinn og Reykjavíkurtitil. Þetta verður hrein úrslitarimma á Fylkisvelli sunnudaginn 18. maí og ef Víkingar spila þá eins og í síðari hálfleik gegn Þrótti í dag verður fátt um veisluhöld í Árbæjarhverfi. B-lið Víkings og Þróttar deildu stigum í sínum leik í Laugardalnum í dag. Úrslitin urðu 3-3 og Víkingar voru giska súrir yfir að hirða ekki öll stigin þrátt fyrir að hafa hafa lent tveimur mörkum undir. Þeir sóttu linnulítið, jöfnuðu og áttu ein þrjú skot í stöng. Viktor skoraði tvö Víkingsmarkanna, annað þeirra úr vítaspyrnu. Haukur Jónsson átti þriðja mark liðsins. Viktor uppskar þar með þrennu í samanlögðum viðureignum við Þrótt í dag því hann kom inn á eftir markalausan fyrri hálfleik A-liðanna og braut ísinn fyrir Víking með laglegu marki eftir lúmskt innkast frá Villa. mao-webMarkvörður Þróttar átti engan veginn von á að fá bombu á búrið sitt beint upp úr þessu tiltölulega sakleysislega innkasti á miðjum vallarhelmingi Þróttar og var hreyfingarlausari en vaxmynd í safni Madame Tussaud's í Lundúnum þegar boltinn hvein fram hjá honum áleiðis í netið. Þetta mark kveikti sannarlega í Víkingunum og skömmu síðar skoraði Davíð Örn eftir frábæra sendingu Robba. Aron bætti við þriðja markinu á aronskan hátt og því fjórða í blálokin með þessum líka fína skalla. Þróttarar komust aldrei í færi í síðari hálfleik og fengu reyndar eitt einasta færi í öllum leiknum svo heitið gæti. Þá varði Halldór. Víkingar áttu meira í fyrri hálfleiknum en komumst samt einungis einu sinni í gott færi. Þá tókst Þrótturum að bjarga sér á ögurstundu. Viggó þjálfari messaði rækilega yfir liðinu í leikhléi og Víkingarnir komu í vígahug til síðari hálfleiks. Eftir það sá Þróttur ekki til sólar.

  • Getraun dagsins. Myndin var tekin af tveimur vaxbrúðum í Tussaud's í september 1977. Til vinstri er Maó formaður í maójakka. Spurt er:  hver er fylgdarsveinn leiðtogans?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband