17.5.2008 | 08:49
Ögurstund í Árbæ
Öll Víkingsliðin ljúka Reykjavíkurmótinu á Fylkisvellinum á morgun, sunnudag, og fara þangað auðvitað með fyrirheit um að skilja helst engin stig eftir í Árbæjarhverfi við heimför. B- og C-liðin eru bæði nálægt miðjum riðlum og á lygnum sjó. A-liðið á hins vegar góða möguleika á að verja Reykjavíkurmeistaratitil sinn, á sama velli og það sigraði í Reykjavíkurmótinu í fyrravor. Víkingum dugir jafntefli - í boði Vals - eftir óvæntustu úrslit mótsins í leik Fylkis og Valsmanna í næstsíðustu umferðinni. Víkingar höfðu fyrr á mótinu sigrað Val 11:0 og fyrir fram var búist við að Fylkir ætti vís þrjú stig gegn Völsurum. En Valur skoraði snemma leiks og Fylkir rétt marði jafntefli undir lok leiks. Þar með er Víkingur stigi ofan við Fylki.
Viðureignin á morgun er sem sagt úrslitaleikur um meistaratitil A-liða. Víkingar ætla sér auðvitað ekkert minna en að leggja Fylki og taka dolluna með stæl. Ekki verður í boði að ganga til leiks og halda að það sé formsatriði að hirða stigin sem til þarf. Fylkir brenndi sig illa á slíku gagnvart Val og meistaraflokkur Víkings gerði sig sekan um slíkt vanmat líka þegar liðið var steinsofandi og úti á þekju tímunum saman gegn Selfyssingum um hvítasunnuna.
Haft er við orð á Hlíðarenda að almáttugur guð hafi stofnað Val á sínum tíma í gegnum KFUM og séra Friðrik. Sé svo hlýtur himnafaðirinn að hafa peppað sína menn upp gegn Fylki. Hann vill með öðrum orðum sjá það gerast í Árbæ á morgun að Reykjavíkurmeistaratitilinn verði áfram í Fossvogi. Það viljum við líka. Áfram Víkingar á Fylkisvelli!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar