Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurmeistarar 2008!

Strákarnir í A-liðinu gerðu eins og fyrir þá var lagt og vörðu Reykjavíkurmeistaratitilinn frá í fyrra með glæsibrag á Fylkisvelli með fjórum mörkum gegn engu. Leikurinn var erfiður en Patrik afgreiddi Árbæingana í raun með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Eftir hlé skoraði Viktor og Davíð fullkomnaði veisluna með fjórða markinu. Fylkismenn hættu snemma leiks að trúa því að þeir hefðu eitthvað í andstæðingana að gera og gerðu í staðinn út á gul spjöld með dómaratuði og kjaftbrúki. Dómarinn hafði um hríð nóg að gera í slíku bókhaldi í síðari hálfleik. Víkingar eiga hrós skilið fyrir að vinna vel allan tímann og gefa Fylki aldrei færi á að komast inn í leikinn. Það er auðvitað sérlega flott að leggja helsta keppinautinn í riðlinum með fjórum mörkum og halda eigin marki hreinu á sama tíma! Til hamingju, meistarar Reykjavíkur!

A-liðið og Viggó þjálfari Briem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband