30.5.2008 | 08:58
Jafntefli hjá B-liðum Þróttar og Víkings
Þróttarar og Víkingar gerðu jafntefli i fyrsta leik B-liða fjórða flokks í Íslandsmótinu í ár, 3-3. Lárus Örn skoraði strax á upphafsmínútunum og Víkingur var yfir í leikhléi. Síðan hallaði á ógæfuhliðina hjá okkar mönnum eftir hlé þegar Þróttur raðaði inn þremur mörkum á átta mínútum og staðan var allt í einu orðin 3-1 okkur í óhag. Víkingsseiglan er hins vegar söm við sig. Ólafur Andri minnkaði muninn og markahrókurinn Viktor jafnaði sjö mínútum mínútum síðar. Jafntefli þar með staðreynd og stig úr leiknum kærkomið úr því sem komið var.
Fyrsta leik A-liðsins í Íslandsmótinu var frestað vegna höfuðborgarmóts Norðurlanda í Kaupmannahöfn núna í vikunni.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar