5.6.2008 | 19:18
Markaregn gegn Njarðvík
Víkingar léku við hvurn sinn fingur gegn Njarðvíkingum í fyrsta leik Íslandsmóts A-liða í Egilshöll í dag. Innan við 30 sekúndum eftir að dómarinn flautaði til leiks horfði Suðurnesjamarkvörðurinn á eftir boltanum í netið eftir fyrstu sókn Víkinga og að leikslokum höfðu okkar menn raðað þrettán mörkum á Njarðvíkurmarkið gegn einu frá þeim í seinni hálfleik. Staðan í leikhléi var 8-0 og þarf raunar ekki að hafa öllu fleiri orð um málið. Víkingar höfðu yfirburði á öllum sviðum og mörkin hefðu auðveldlega orðið fleiri okkar megin. Óli Pétur skoraði fimm sinnum, Davíð var með þrennu og Patrik setti tvö og var auk þess afar drjúgur í fínum fyrirgjöfum sem gáfu mörk. Aron Elís, Jón Reyr og Röggi skoruðu eitt mark hver.
Leikurinn var ágætis upphitun fyrir æfingaferðina til Spánar. Víkingar eiga að mæta á flugvöllinn á morgun, föstudag, kl. 13:00. Framundan er sól og sæla í La Manga-hreppi. Ef Spánverjar eru ekki þeim mun aftar á merinni í Veraldarvefsmálum og nettengingum látum við frá okkur heyra af og til hér á heimasíðunni. Fylgist með, spennan fer vaxandi suður þar.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar