7.6.2008 | 10:56
Innrás Víkinga í La Manga-hrepp
Sól og heiður himinn blasti við Víkingum við rismál í La Manga-hreppi í dag. Bændur komnir í fjós og út á akra og hreppsnefndin hafði á neyðarfundi aukið viðbúnað almannavarna í héraðinu á hæsta stig þegar spurðist út að þessi senjor Hjaltested af Íslandi væri kominn aftur og nú með yfir 120 skjaldsveina og -meyjar með sér. Hingað komum við á þriðja tímanum í nótt, þreyttur en glaður hópur. Fararstjórar leyfðu strákunum að sofa klukkustund lengur í morgun en ella, vegna seinkunar á flugi í gær, en svo tók alvaran við og núna eru menn á fyrstu æfingunni. Aðstæður allar eru þannig að hlýtur að minna helst á Undraland. Vantar bara Lísu. Og aðbúnaður í íbúðunum er framúrskarandi á alla lund. Hér verður mikil sæla næstu daga og fótbolti hvert sem litið er. Menn eru þannig vel meðvitaðir um veisluhöldin sem hefjast í þeim efnum í Sviss og Austurríki í dag og kaupa inn í samræmi við það.... Þetta er nú bara til að staðfesta að við erum mætt og björt á brún. Meira síðar í dag og vonandi myndir af síðdegisæfingu strákanna.
Ath.: fáeinar myndir í safninu til hægri á síðunni!
Póstur til ritstjóra heimasíðunnar: atlirunar@strik.is
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Byrjað að selja miða á leiki Íslands
- Van Dijk tjáði sig um framtíð sína á Anfield
- Endar líklega í ensku úrvalsdeildinni
- Kósóvar án síns mikilvægasta manns gegn Íslandi?
- Ein versta frammistaða sem ég hef séð hjá Liverpool
- City þarf að borga 70 milljónir punda
- Messi rifjaði upp gamla takta (myndskeið)
- Áfram í Hafnarfirðinum
- Karlar: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum
- Konur: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum