8.6.2008 | 15:12
Á völlunum þar sem Liverpool bjó sig undir Inter Milan
Víkingarnir æfðu af kappi í hátt í tvo tíma fyrir hádegi í dag á lokuðu svæði í eigu Knattspyrnusambands Noregs hér í La Manga-hreppi. Þar eru aðstæður eins og best gerist í draumalandinu og eftirsótt að nýta þær eins og dæmin sanna. Hér dvelja öll úrvalsdeildarlið Noregs um hríð við æfingar á vetrum, norska landsliðið er hér sömuleiðis fastagestur og í fyrra fékk Liverpool að nota norska vallarsvæðið til undirbúnings Evrópuleik við Inter Milan. Þá þurfti víst löggan að loka aðliggjandi strætum og helstu fjallvegum í grenndinni til að stjörnurnar úr breska bítlabænum fengju frið fyrir aðdáendum og aðalssleikjum. Víkingsstrákarnir fá hins vegar að mestu að vera í friði fyrir aðdáendum, enn sem komið er. Af tvennu góðu veldi því hreppslöggan hérna frekar Víking en Liverpool til að dvelja hér vetrarlangt og lengur, ef hún fengi á annað borð einhverju ráðið um slíkt.
Okkar menn voru frekar framlágir í morgun eftir erilssaman og erfiðan dag í gær en náðu fljótt tökum á tilverunni á æfingunni sem Viggó og Bjössi Bjartmars stýrðu með aðstoð Þrándar.
Deginum ljósara er að ef menn bæta sig ekki í fótbolta við slíkar og þvílíkar aðstæður í hálfa aðra viku er eins gott að setja skóna á hilluna og snúa sér að einhverju öðru.
Veðrið í hreppnum er blítt og ljúft sem fyrr og sólarsleikjur í hópnum verða að gæta þess að hylja skyrhvítt hörundið með alls kyns kremum og froðu til að bakast ekki úr hófi. Það er nefnilega svo erfitt að lækka hitann á þessum náttúruofni sem við erum í. Viggó Evertonmaður fékk Arnar Sölva Liverpoolmann til dæmis í það verkefni að bera sólarsósu á bak sér í morgun. Menn vita í Everton hverjum best er að treysta þegar mikið liggur við. Fleiri æfingamyndir í myndaalbúminu!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar