Leita í fréttum mbl.is

Víkingar eyðilögðu daginn fyrir kippu af Spanjólum

Hreppsbúar í La Manga ærðust í kvöld, líka og Spanjólar yfirleitt, þegar landsliðið þeirra hafði leikið Rússa grátt í Evrópukeppninni. En fótboltastrákar og foreldrar þeirra frá Dolorense hafa tæplega glaðst nema til hálfs því þeir sleiktu sár eftir viðureign við hina íslensku Víkinga hér á norska æfingarsvæðinu síðdegis. Skemmst er frá að segja að ferð Spánverja til fundar við Íslendingana var ekki til fjár. A-liðið sigraði með fimm mörkum gegn einu og B-liðið með níu mörkum gegn engu. Og yfirburðirnir voru raunar meiri en markatölur gefa til kynna. Viktor var markakóngur dagsins og skoraði alls fimm mörk í leikjunum. Hann skoraði í þrígang fyrir B-liðið í fyrri hálfleik og skipti síðan um peysu og lið í þeim seinni. Þá bætti hann tveimur mörkum við og gekk endanlega frá Spánverjunum.  Davíð skoraði tvö fyrir A-liðið og Aron eitt. Fyrir B-liðið skoraði Sigurður Daði tvö mörk og Haukur, Agnar Darri, Ólafur Andri og Konni eitt hver.

Það virtist koma flatt upp á Spánverjana að gestir þeirra í hreppnum kynnu eitthvað fyrir sér í fótbolta. B-liðsmenn tóku mótlætinu með jafnaðargeði í stórum dráttum en A-liðsstrákarnir létu atgang Víkinga fara verulega í taugarnar á sér, einkum og sér í lagi vældu þeir undan varnartröllunum Jóni Rey og Sverri sem létu finna fyrir sér eins og fyrri daginn.

Á morgun, miðvikudag, fá strákarnir fótboltafrí og fara út í óvissuna a la Hjaltested. Svo mikil óvissa ríkir um óvissuferðina að yfirfararstjórinn sjálfur var í umtalsverðri óvissu nú undir kvöld um hvert haldið yrði að morgni.

Veðrið lék ekki við hreppsbúa og gesti þeirra í gær. Þá var þungskýjað, hávaðarok og rigningarskvettur. Íslenskt hryssingsveður og nefsteyta á köflum. Í morgun skein hins vegar sól um heiðar og dali, þetta var heitasti dagur ferðarinnar og ekkert útlit fyrir kalsa svo séð verði.

Skemmst er frá að segja að allt gengur eins og í bestu sögu. Eina vandamálið sem skrifari hefur lent í var að tölvutengingin við umheiminn hrundi á hótelinu og Spanjólar þurfa nokkra sólarhringa til að greina ástæður þess og örugglega enn fleiri til að gera við. Kráareigandi nokkur aumkaði sér hins vegar yfir vegalausan Interneteinstæðing af Íslandi og þar situr skrifari nú í góðu yfirlæti með þjóna á hverjum fingri eftir að hafa logið því upp að hann sé að skrá tíðindi um landsleik Spánverja fyrir heimspressuna. Þjónaræflanir halda að verið sá að skrá stemninguna í hreppnum í tilefni sigursins yfir rússneska heimsveldinu en auðvitað eru úrslitin í landsleik Spanjóla og Víkings það sem málið  snýst um. Óvíst er hins vegar að það takist að koma einhverjum myndum í gegn í þetta sinn en velunnarar heimasíðunnar eiga það þá bara inni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband