Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum Real Madrid-markvörður þjálfaði markverði Víkings!

Markverðir Víkings í hópnum á La Manga duttu óvænt í lukkupott sem þeir gleyma trúlega seint. Á æfingunni í gærmorgun töluðu þjálfarar um það sín á milli að æskilegt hefði verið að hafa sérstakan markmannaþjálfara með í för til að taka sérstaklega á málum mannanna í búrinu hér ytra. Hjaltested yfirreddari vék sér þá að vallarstjóranum og spurði hvort hann vissi um einhvern nærtækan Spanjóla sem kynni dálítið fyrir sér í þjálfun markvarða. Skemmst er frá að segja að á síðdegisæfinguna mætti síðan sjálfur Juanmi, þjóðþekktur markvörður hér í landi, sem síðast spilaði með Real Murcia og þar áður með Deportivo, Real Zaragoza og Real Madrid. Hann mun  sömuleiðis hafa staðið í spánska landsliðsmarkinu í nokkrum leikjum og spilað í Evrópukeppni bæði með Real Madrid og Deportivo. Juanmi hætti að keppa 2006 og sneri sér að þjálfun. Hann hafði með sér aðstoðarmann til fundar við Víkingsstrákanaq, bæði til að halda uppi tempói á æfingunni en líka til að túlka það sem hann vildi sagt hafa því höfðinginn talar afar takmarkaða ensku.

Juanmi þjálfaði Gumma, Halldór og Jón Dan í hálfan annan tíma í gær og annað eins í dag. Hann hélt strákunum við efnið í æfingum sem þeir höfðu aldrei kynnst fyrr. Hann var mjög upptekinn af því að venja þá við að grípa inn í leikinn við óvæntar aðstæður af ýmsu tagi og prófaði hjá þeim viðbragð og útsjónarsemi aftur og aftur með ýmsum trixum. Mikilvægast var samt að hann kenndi þeim einfaldar æfingar sem þeir fara með heim og geta haldið áfram með úti í garði eða hvar sem er.

Strákarnir voru himinsælir með þessa búbót í ferðinni og spánska markverðinum fannst þeir bara fjári góðir en sagði að einungis með iðni og þrautseigju næðu þeir langt. Hann var reyndar alveg gáttaður að heyra að strákarnir væru fæddir 1994 og þótti þeir stórir eftir aldri! Juanmi fór síðan afsíðis með Vikingsmarkverðina þrjá að lokinni æfingunni í dag, áritaði mynd af sér handa hverjum og einum og gaf þeim litla markmannshanska til minningar um samverustundirnar á La Manga.

Víst er að Víkingarnir þrír hafa ýmislegt til að hugsa um eftir kynnin af Juanmi en allir aðrir sem fylgdust með tilþrifum Spánverjast á æfingavellinum ylja sér líka við minninguna!

Á myndinni frá vinstri: Halldór Atlason, Jón Dan Jónsson, Juanmi og Guðmundur Hermann Bjarnason. Fleiri myndir í myndaalbúminu til hægri!

IMG_8556


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband