13.6.2008 | 17:24
Strandhögg Víkinga á La Manga
Spánverjar sáu ekki til sólar í leik B-liđsins viđ jafnaldra frá grannhreppnum Los Belones í dag en leikur A-liđsins viđ stráka héđan frá La Manga var jafnari. B-liđiđ sigrađi međ sex mörkum gegn engu. Spánverjarnir skoruđu sjálfsmark, Viktor setti tvö, Haukur eitt, Agnar Darri eitt og Fjölnir eitt. Stađan í hálfleik var 4-0.
A-leikurinn fór 3-1 fyrir Víking og okkar menn sáu alveg um markaskorun dagsins. Aron Elís, Óli Pétur og Robbi skoruđu í fyrri hálfleik og yfirburđirnir voru mun meiri en sú stađa gefur til kynna. Eftir hlé fóru La Manga-menn ađ skipta inn á strákum sem voru međ skeggrót, hármottur á bringunni og bassaraddir eins og í eđalkirkjukór. Ţeir voru međ öđrum orđum augljóslega talsvert eldri en okkar menn en ţađ gerđi bara ekkert til. Leikurinn varđ fyrir vikiđ jafnari og skemmtilegri. Nćrri lá ađ fullorđnu Spánverjunum tćkist ađ skora en eina mark hálfleiksins kom samt ţegar boltinn skrapp af okkar mönnum úr ţvögu og flaut yfir marklínuna.
Nú fer ađ síga á seinni hluta frábćrrar dvalar í La Manga-hreppi. Á morgun verđur létt og ljúft hjá mannskapnum: ţrautamót fyrir hádegiđ, fótbolti međ foreldrum síđdegis og síđan sameiginleg veisla strákanna og foreldranna annađ kvöld.
Örn og Ţorgrímur kampakátir međ sína menn ađ leikslokum.
Fleiri myndir frá leikjum dagsins í myndaalbúminu!
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar