Leita í fréttum mbl.is

Villi útnefndur leikmaður ferðarinnar

Hann Villi okkar Ingólfsson var útnefndur leikmaður ferðarinnar í lokahófinu í gærkvöld og á það svo sannarlega skilið. Viggó þjálfari sagði að Villi hefði verið háttvís og prúður piltur utan vallar sem innan og sýnt áberandi framfarir í fótboltanum. Þetta kom allt heim og saman. Villi er drengur góður og átti til dæmis skínandi leik gegn Spánverjum í Cartagena á þriðjujdaginn.

Haukur og Davíð Örn fengu viðurkenningu fyrir háttvísi. Og hugsið ykkur, dömur mínar og herrar: Villi og Davíð eru báðir uppaldir hjá KA hjá Akureyri og eru þessu góða móðurfélagi sínu til mikils sóma! Það er Víkingum heiður að fóstra piltana áfram og taka upp þráðinn frá KA. Villi, Haukur og Davíð eru vel að viðurkenningu sinni komnir.

Það var sum sé mikil lokaveisla strax eftir Evrópukeppni á æfingasvæðinu þar sem foreldrar og iðkendur skiptu sér í sex lið sem nefnd voru eftir nokkrum þátttökuþjóðum í EM. Auðvitað unnu Hollendingar sem margir í hópnum hér sjá helst fyrir sér Evrópumeistara í ár.

Halldór fékk viðurkenningu fyrir framfarir og ástundun - keppnistreyju merkta hinum spánska Juanmi sem þjálfaði markmennina okkar í vikunni. Verðlaun og viðurkenningar voru veittar fyrir knattþrautir, spurningaleiki, eggjaboðhlajup og vér vitum ekki hvað.

Stærstu verðlaunin eiga samt skilið þau sem gerðu dvölina hér það sem hún er og hafa lagt á sig ómælda vinnu mánuðum saman: Kjartan og Katrín, Ingibjörg, Bjartmar. Einnig Viggó yfirþjálfari, Bjössi Bjartmars, hinn góðkunni þjálfari, Þrándur, Kristinn Bjartmarsson og Soffía frænka, sú óstöðvandi matmóðir og umvefjandi fararstjóri sem var vakin og sofin yfir velferð drengjanna. Hallelúja. Guðmundur og Bogey lögðu líka heldur betur sitt af mörkum.

Villi og Viggó

Villi og og Viggó þjálfari á lokahófinu.

  • Fleiri myndir frá lokaskrallinu okkar í albúminu til hægri á síðunni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband