Leita í fréttum mbl.is

Blúss hjá B, jafnt hjá A

B-liðið okkar fór á kostum gegn Breiðabliki á Versalavelli í gær og sigraði 0-6. Röggi fyrirliði fór fyrir sínum mönnum og skoraði í tvígang, Agnar Darri skoraði líka tvisvar og svo áttu Haukur Jóns og Sigurður Davíð eitt mark hvor. Blikarnir voru sem deig í klóm Víkinga og sáu aldrei til sólarinnar sem samt skein firnaskært á himnafestingunni ofan Kópavogs.

A-liðið uppskar eitt stig úr viðureign sinni við Breiðablik og hafði talsvert fyrir því. Blikarnir skoruðu snemma í leiknum úr eina alvörufærinu sem þeir fengu frá upphafi til enda. Víkingarnir réðu hins vegar lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiks en tuðran vildi bara ekki í net græntreyjanna fyrr en Agnar Darri náði fínum spretti í blálokin og jafnaði. Drengurinn sá var sem sagt í stuði í báðum leikjum gærdagsins og setti mark sitt á þá í tvöföldum skilningi. Þetta var sum sé svona leikur og heyrir nú sögunni til. Það hefði svo sem verið afar vel þegið að heimaríkur (Breiðabliks)dómari leiksins hefði látið Víkingi eftir vítaspyrnuna sem liðið átti hiklaust að fá en fyrst svo fór sem fór var eitt stig mun betra en ekki neitt.

Skammt er stórra högga á milli. Næstu leikir í Íslandsmótinu eru strax á morgun, fimmtudag. Þá mæta Víkingar Eyjamönnum í Egilshöll. Leikur A-liða hefst kl. 17:00 og B-liða kl. 18:30.

Í næstu viku fer svo eitt Víkingslið til Ísafjarðar til að keppa við sameiginlegt lið Ísfirðinga og Bolvíkinga á Torfunesvelli miðvikudagnn 2. júlí. Nánar um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband