26.6.2008 | 22:34
20 marka súpa og slökkvilið kallað út
Óli Pétur er kominn á söguspjöld Knattspyrnusambands Íslands, fyrstur Íslendinga til að ræsa út heilt slökkvilið með fótboltasparki einu saman. Í A-leik Víkings og Eyjamanna í Egilshöll í dag þrumaði drengurinn beint í brunaboða uppi á vegg handan vallarenda og græjan boðinn skildi áreitið á þann veg að eldur væri laus í húsinu. Það þurfti handaflsaðgerðir til að stöðva atganginn í sjálfvirka eldvarnakerfinu og halda slökkviliðinu og almannavörnum í skefjum í hreiðrum sínum við Skógarhlíð. Vissulega var boðanum samt nokkur vorkunn því Víkingar fóru sem logi um akur gegn ÍBV og sigruðu samanlagt 20-2 í dag. Slökkvilið hefur því verið kallað út af minna tilefni.
A-liðið vann 9-0. Davíð skoraði þrennu, Patrik tvö og Haukur Jóns, Robbi, Jón Reyr og Óli Pétur eitt hver. Reynar ætti brunaútkallið hans Óla að vera í það minnsta jafngildi sex stiga í bókhaldi KSÍ en það er önnur saga.
Sama einstefnan hélt áfram í leik B-liðanna þar sem Víkingar sigruðu 11-2. Viktor var þar með fernu, Röggi skoraði tvisvar og hélt þannig upp á afmælið sitt (til hamingju!), Ólafur Andri setti tvö og Agnar Darri, Sigurður Davíð og Jökul Starri eitt hver.
Eitt Víkingslið 4. flokks heldur til Ísafjarðar á miðvikudagsmorguninn í næstu viku, 2. júlí, til að spila við sameiginlegt lið Ísfirðinga og Bolvíkinga. Leiknum hefur verið flýtt til kl. 15:00 til að strákarnir nái örugglega flugi suður með kvöldvélinni. Viggó tilkynnir liðsskipun en ætla má að A-liðið verði kjarni hópsins.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar