Leita í fréttum mbl.is

Þróttardagur í Laugardal

Víkingar sóttu ekki stig til Þróttar í leik A-liðanna í Laugardalnum í dag. Þróttarar voru samt örlátir við gestina í fyrri hálfleik og skoruðu sjálfsmark.  Röggi hafði áður skorað fyrir Víking og útlitið var vænlegt fyrir gestina í stöðunni 0-2. Þá fóru heimamenn að láta til sín taka, jöfnuðu fyrir leikhlé og bættu síðan þremur mörkum við í síðari hálfleik. Hvorki gekk né rak á sama tíma í sókn og vörn Víkinga og úrslitin urðu því 4-2 fyrir Þrótt.

Næsti leikur A-liðsins er við Selfyssinga í Víkinni kl. 17:30 á fimmudaginn kemur, 10. júlí. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan okkur á töflunnni, næstir á eftir Haukum. Sigur Víkings myndi því þýða sætaskipti við Selfoss í riðlinum og víst er að Víkingar munu leggja allt í sölurnar til að landa þeim þremur stigum sem í boði verða. Haukar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga.

B-liðið mætir Selfyssingum líka á fimmtudaginn kemur, kl. 18:30 í Víkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband