Leita í fréttum mbl.is

Selfyssingum enginn griður gefinn

Víkingar höfðu lítið fyrir sex stigum sem bættust í sarpinn í Víkinni í dag í viðureign við Selfyssinga.

A-liðið yfirspilaði andstæðinginn og gjörsigraði með níu mörkum gegn einu, í hálfleik var staðan 3-0. Davíð Örn skoraði þrennu, Ólafur Andri tvö, Robbi tvö og  Viktor og Agnar Darri eitt hvor. Selfyssingar náðu einni sókn í hvorum hálfleik og skoruðu úr þeirri síðari. Að öðru leyti segir markatalan það sem segja þarf. Víkingsliðið reis svo um munaði úr öskustónni eftir dapran dag gegn Þrótti fyrr í vikunni.

Leikur B-liða Víkings og Selfoss endaði 5-2, í hálfleik var staðan 3-0. Viktor, Sigurður Davíð, Jóhann G., Ási og Davíð Örn skoruðu Víkingsmörkin og Davíð varð þar með samtals fjögurra marka maður í dag. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en hinum fyrri og hvort lið skoraði þá í tvígang. Í B-liði Selfoss voru nokkrir voru áberandi sprækari og sókndjarfari strákar en A-liðsmennirnir þeirra í fyrri leiknum.

Í heildina tekið góður Víkingsdagur og ekki spillti fyrir að báðir leikirnir voru á aðalvellinum. Margir Víkingar voru að stíga fyrstu skrefin á þeim helga stað í fyrsta sinn í leik, sem að sjálfsögðu var upplifun. Það spillti svo auðvitað ekki fyrir að sigra örugglega í tilefni dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband