Leita í fréttum mbl.is

ReyCup í sjónmáli

Þá er komið að hápunkti sumarsins, ReyCup mótinu mikla í Laugardalnum, undir styrkri stjórn Þróttar (sem vissulega eru með aðra hvora rönd í lagi á búningunum sínum líkt og KR-ingar).  Það er er að vísu fátt eitt að segja um málið annað en það að mótið hefst á fimmtudag og stendur til sunnudags.

Dagskráin er komin en ekkert leikjaplan. Þjálfari vor og aðstoðarmenn hans halda utan um hópinn mótsdagana líkt og í fyrra. Það verða því engir liðsstjórar og formlegir hjálparkokkar úr röðum foreldra en auðvitað sækir Viggó liðsstyrk í raðir foreldra á vettvangi þegar/ef þörf krefur. Að öðru leyti setur hann drengjunum reglur um mætingar og hegðun alla fyrir mótið og væntir þess að sjálfsögðu að allir leggist á eitt um að sjá til þess að þeim reglum sé fylgt. Mótgjaldið er 12.500 krónur og innifalið í því er máltíðir að morgni og að kveldi + fjölbreyttur skemmtanapakki. Nánari útlistun á greiðslufyrirkomulagi berst í tölvupósti.

Fleiri útlend lið hafa boðað komu sína á ReyCup en nokkru sinni fyrr. Þar má nefna Charlton Athletics í Bretlandi og lið frá Loches en Touraine í Frakklandi, bæði keppa þau í 3. flokki. Charlton er að sjálfsögðu gamli klúbburinn hans Hermanns Hreiðarssonar og lið undir fána félagsins tók þátt í mótinu í Cartagena á Spáni í júní, sællar minningar.

Þá koma hingað lið frá Óðinsvéum í Danmörku, B1909, frá Herfölge í Danmörku og Hansa Rostock í Þýskalandi, öll til keppni í 4. flokki. Enn má svo nefna sænskar stelpur frá Malmö sem keppa í 3. flokki. ReyCup stendur því vel undir nafni sem alþjóðlegt fótboltamót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband