Leita í fréttum mbl.is

Aðallega sætt en örlítið súrt með

Þrír sigrar og eitt tap var uppskera Víkingsliðanna þriggja á upphafsdegi ReyCup. Okkar menn skoruðu tólf mörk en fengu á sig sex. 

Víkingur 2 byrjaði daginn á því að leggja Eyjamenn með fjórum mörkum gegn einu. Í hálfleik hafði ekkert mark verið skorað, sem reyndar var með nokkrum ólíkindum með yfirburði Víkings í huga. Eftir hlé létu Víkingar hógværðina hins vegar til hliðar og fóru að prófa netið í marki ÍBV. Ólafur Andri skoraði þrjú mörk í röð og þegar hann hafði náð þrennunnni í hús bætti Sigurður Davíð fjórða markinu við eftir að Eyjamenn höfðu potað inn fyrsta og eina marki sínu í leiknum, sem kom upp úr umtalsverðri gjafmildi Víkinga. Lokastaðan sem sagt 4-1 og miðað við gang leiksins sluppu Eyjastrákar vel.

Strax á eftir mættust Valur og Víkingur 3. Valsarar gerðu strax harðar atlögur að Víkingsmarkinu en markvörðurinn þar á bæ lét þá ekki komast upp með múður og hélt liðinu á floti fram hálfleiknum. Í hálfleik var Valur einu marki yfir og bætti öðru við í þeim síðari. Lokastaða 2-0.

Víkingur 1 byrjaði með látum gegn Skagamönnum. Davíð Örn skoraði laglega á upphafsmínútunum og ýmsir á hliðarlínunni töldu það upphafið að blúndulagðri markaveislu í boði Víkings. Skagamenn náðu hins vegar fljótt vopnum sínum og náðu að nafna með aðstoð vindhviðu. Í leikhléi var staðan því 1-1. Aron Elís skoraði síðan eina mark síðari hálfleiks og tryggði Víkingi stigin þrjú. Verðskuldaður sigur en þarna gat svo sem allt gerst. IMG 5400

Víkingur 2 og KA áttust svo við í fjórða og síðasta Víkingsleik dagsins. Ekki fór á milli mála að Víkingsstrákar ætluðu ekki að sýna Akureyringum neina gestrisni, heldur röðuðu á þá mörkum í fyrri hálfleik. Ólafur Andrei skoraði í tvígang (og varð þar með fimm marka maður í dag!), Lalli, Haukur og Gulli skoruðu eitt hver og í leikhléi var staðan 5-0. Eftir hlé skoraði Daníel og þar með tók Víkingur sér leyfi frá markaskorun en KA-strákar settu þá tvö. Lokastaðan 6-2 og Víkingur því með 6 stig af 6 mögulegum eftir keppnisdaginn.

Nánari úrslit getið þið séð með því að smella á staðan á ReyCup efst í tenglalistanum hér til vinstri.

Á morgun, föstudag, taka Víkingar daginn snemma. Víkingur 2 og Skagamenn hefja leik kl. 8:00 og Víkingur 3 og Hamar/Ægir eigast við á sama tíma. Víkingur 1 og Þór frá Akureyri mætast síðan kl. 10:00.

  • Vel að merkja: Í leikaskránni var sameiginlegt lið Siglfirðinga og Ólafsfirðinga (KS/Leiftur) í riðli með Víkingum 1, Skagamönnum og FIF/1909 frá Danmörku en í gær var ákveðið að Akureyrar-Þór kæmi í stað KS/Leifturs í riðlinum þar sem þeir síðarnefndu töldu sig eiga frekar samleið með B-liðum í keppninni. Danska liðið var að sjálfsögðu stóra spurningamerkið í riðlinum. Það vann Þórsara 4-1 í dag. Danirnir eru vel spilandi og sigruðu sannfærandi en Akureyringar stóðu samt þokkalega í þeim lengi vel. Víkingur 1 og FIF/1909 keppa kl. 14:00 á morgun og þá lýkur keppni í riðlinum þar sem tvö lið halda áfram í undanúrslitakeppnina.

Seinni leikur Víkings 2 á morgun er við FH kl. 11:00 og seinni leikur Víkings 3 er við Þór frá Akureyri kl. 12:00. Lokaleikur Víkings 3 í riðlakeppni er svo ekki fyrr en kl. 9:00 á laugardagsmorguninn, við Breiðablik.

  • Fáeinar myndir af atgangi dagsins í albúminu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

vikingarnir.blog.is

Frjálst og óháð blogg
Frjálst og óháð blogg
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband